Leiðbeiningar fyrir MIDI skrá

(english below)

MIDI juke-box, kallað eftir verkum

Áhugasamir eru hvattir til að senda MIDI skrá, til afspilunar á tónleikunum MIDI juke-box kl 14:00 þann 3.maí 2025 í Fŕikirkjunni í Reykjavík.  Verkin verða spiluð í gegnum tölvu og upplýsingarnar úr MIDI skránni leiknar á Sauer orgel Fríkirkjunnar, elsta pípuorgel landsins.

Um MIDI staðalinn:

https://en.wikipedia.org/wiki/MIDI 

Forrit

Það er hægt að búa til MIDI skrár í ýmsum forritum, t.d. Ableton Live, MuseScore, Cubase, FL Studio, MixPad, SynthFont, Crescendo, Aria Maestosa, MidiQuickFix, MidiSwing, Finale, PianoRollComposer, Sibelius, Denemo, Cakewalk, GarageBand og mörgum fleiri.

Tónsvið og rásir

Pedal bassinn er á rás 8 og tónsviðið er MIDI note 36 (C) - 68 (g# ')

Hljómborðin eru á rásum 1, 2 og 3, og tónsvið þeirra er MIDI note 36 (C) - 96 (c'''')

Lengd

Best að hafa verkið stutt, t.d. eina eða hámark tvær mínútur.  Athugið að ef mörg verk berast þá gæti þurft að stytta eða spila hluta úr verkum.

Raddsetning

Ekki er nauðsynlegt að setja MIDI skipanir um val á röddum inn í skrána, því hægt er að velja þær á staðnum.   En fyrir þá sem vilja fræðast meir um hljóðfærið og allar mögulegar MIDI skipanir er þetta skjal hérna: https://docs.google.com/document/d/13uk8hK5mLAJxD_p3KEvmMvXfpbM-NbCgONpUOwrOkqA/edit?usp=sharing

Hraði/Stíll/Tónlistartegund

Það eru ekki neinar takmarkanir á hvernig tónlist tölvan getur sent til orgelsins.  Allir mögulegir hljómar, laglínur, taktur og nótnalengdir eru spilanlegar, óháð því hvort hægt sé að leika það með mennskum fingrum.  Það má jafnvel segja að tónlistin verði áhugaverðari sé hún óspilanleg, eða hvað?

Tenglar

Þetta verkefni er skipulagt af Intelligent Instruments Lab í samstarfi við Fríkirkjuna í Reykjavík og Áka Ásgeirsson

https://iil.is/ 

https://frikirkjan.is/wp/

https://aki.is/ 

=====================

MIDI file instructions

MIDI jukebox, call for works

Interested people are encouraged to send a MIDI file, for playback at the MIDI jukebox concert at 14:00 on May 3, 2025 at Fríkirkjan in Reykjavík. The works will be played via computer and the information from the MIDI file played on the Fríkirkjan Sauer organ, the oldest pipe organ in the country.

About the MIDI standard:

https://en.wikipedia.org/wiki/MIDI 

Software

MIDI files can be created in various programs, e.g. Ableton Live, MuseScore, Cubase, FL Studio, MixPad, SynthFont, Crescendo, Aria Maestosa, MidiQuickFix, MidiSwing, Finale, PianoRollComposer, Sibelius, Denemo, Cakewalk, GarageBand and many more.

Note range and channels

The pedal bass is on channel 8 and the range is MIDI note 36 (C) - 68 (g# ')

The keyboards are on channels 1, 2 and 3, and their range is MIDI note 36 (C) - 96 (c'''')

Duration

It is best to keep the piece short, for example one or maximum two minutes.  Note that if many pieces are submitted we might have to shorten or play fragments.

Registration

It is not necessary to include MIDI commands for selecting registers in the file, as they can be selected before, or even during playback. But for those who want to learn more about the instrument and all possible MIDI commands, then refer to this document: https://docs.google.com/document/d/13uk8hK5mLAJxD_p3KEvmMvXfpbM-NbCgONpUOwrOkqA/edit?usp=sharing 

Speed/Style/Genre

There are no restrictions on what kind of music material the computer can send to the organ. Every possible chord, melody, rhythm, and note length is playable, regardless of whether it can be played with human fingers. You could even say that music becomes more interesting if it is unplayable, or what?

Links

This project is organised by Intelligent Instruments Lab in cooperation with Fríkirkjan í Reykjavík and Áki Ásgeirsson.

https://iil.is/ 

https://frikirkjan.is/wp/

https://aki.is/